Í ályktun frá prestunum segir: �?Við undirritaðir prestar í Árnessprófastsdæmi skorum á viðkomandi yfirvöld að leggja hið snarasta tvær aðskildar akbrautir frá Reykjavík austur á Selfoss. Við erum sannast sagna orðnir langþreyttir að horfa upp á og vinna með afleiðingar hörmulegra slysa með dauðsföllum og varanlegum ævilöngum örkumlum á saklausu fólki og börnum með allri þeirri þjáningu sem fylgir öllum aðilum þessara slysa. Er þá ótalið fjárhagstjón sem eflaust er mikið. Við minnum á 5. boðorðið: �? �?ú skalt ekki mann deyða.�? Að okkar mati gengur ekki lengur að hafa þetta með öðrum hætti en tveimur aðskildum akbrautum þannig að umferð úr gagnstæðum áttum sé aðskilin.�?
�?lfar Guðmundsson
Gunnar Björnsson
Baldur Kristjánsson
Eiríkur Jóhannsson
Birgir Thomsen
Jón Ragnarsson
Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Rúnar �?ór Egilsson
Axel Árnason
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst