„Það er ljóst samkvæmt þeim mælingum sem voru teknar í dag að ef Herjólfur á að sigla inn í Landeyjahöfn á morgun, þá verður hann að sigla eftir sjávarföllum,“ sagði Sigurður Áss Grétarsson hjá Siglingastofnun í samtali við Eyjafréttir. Vonir voru bundnar við að skipið myndi sigla inn í Landeyjahöfn í fyrramálið en dýpkunarframkvæmdir síðasta sólarhringinn hafa ekki gengið eins og vonast var til. Flöskuhálsinn er haft í hafnarmynninu sem gengur illa að fjarlægja.