Því hér á ég heima
Eyþór Harðarson

Kæri kjósandi, nú eru rétt rúmar 2 vikur fram að kjördegi þar sem bæjarbúar standa frammi fyrir því lýðræðislega vali að velja fólk til starfa í sveitarstjórn. Nokkrir hafa spurt mig af hverju maður með nóg að gera sé að standa í þessu brölti, af hverju vill ég upp á dekk? Því er auðsvarað,

ég er Eyjamaður, brenn fyrir samfélagið og mannlífið og tilbúinn að leggja tímann minn og orku í að bæta það enn frekar, af því hér á ég heima.

Reynsla úr atvinnulífinu
Ég hef víðtæka reynslu af lífinu í tæp 60 ár, af þeim eðalárgangi ‘63. Ég hef mikla reynslu úr atvinnulífinu sem útgerðarstjóri til nærri 20 ára, þar eins og annars staðar í lífinu bý ég að því að hafa tekið fjölmargar ákvarðanir, sumar góðar, aðrar ekki svo góðar en allar lærdómsríkar. Þessi reynsla tel ég að nýtist vel til að leiða bæjarútgerðina í góðu samstarfi við meðframbjóðendur mína í Sjálfstæðisflokknum.

Góður liðsmaður
Ég hef alla tíð verið virkur í íþróttalífinu, fyrst sem iðkandi, svo sem stuðningsmaður. Hef heyrt að ég hafi þó verið mun betri stuðningsmaður en iðkandi, en í stóru liði skipta allir máli.

En hvað er það á endanum sem ræður vali fólks í kosningum, eru það greinarnar sem fólk les, myndirnar eða slagorðin? Væntanlega er orðspor, traust og viljinn til góðra verka það sem flestir taka með sér inn í kjörklefann. Við í Sjálfstæðisflokknum höfum metnað, orku og trú á samfélaginu til að berjast fyrir okkar helstu hagsmunamálum. Við vitum að hér búa fjölmörg tækifæri og viljum bæta samfélagið okkar.

Hagsmunagæslan er lykilatriði
Við viljum að þetta öfluga, gjaldeyrisskapandi sveitarfélag sem er þjóðarbúinu mjög mikilvægt, fái þá grunnþjónustu sem það á skilið. Sjálfstæðisflokkurinn er í sérstöðu hvað varðar öfluga hagsmunagæslu en Sjálfstæðisflokkurinn á 5 ráðherra í ríkisstjórn. Skóinn kreppir víða í þeim málaflokkum sem snúa að ríkinu, t.d. Í flugsamgöngum og heilbrigðisþjónustu, fyrir þessu þarf að berjast af meiri krafti. Við þurfum að tryggja að unga fólkið okkar, vilji það búa hér áfram eftir framhaldsskóla, geti menntað sig hér t.d. með auknu framboði fjarnáms í háskóla. Þessu og fleiru erum við tilbúin að berjast fyrir. Við viljum leysa úr læðingi þau fjölmörgu tækifæri sem leynast í samfélaginu og leiða þetta samfélag til móts við framtíðina, því þar eiga Vestmannaeyjar heima.

Eyþór Harðarson
Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum

Nýjustu fréttir

Verulegur munur á tilboðum í flóðlýsingu Hásteinsvallar
Minningar um gos – söngvar og sögur í Eldheimum
„Fínasti vertíðarfiskur”
Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Ein ferð í Landeyjahöfn
Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál
Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.