„Svartur föstudagur þýðir auðvitað bara betra verð fyrir okkar viðskiptavini og því tilvalið að klára þau kaup sem fólk hefur verið að velta fyrir sér að fara út í,“ segir Björgvin Hallgrímsson, fjármálastjóri Miðstöðvarinnar í samtali við Eyjafréttir.
Hann segir að verslunin leggi almennt áherslu á hóflegt verð allt árið, en fái nú „smá aðstoð“ til að geta boðið enn meiri afslætti af vöruflokkum en ella.
„Við erum með lækkað verð á nánast öllum okkar vörum í versluninni þannig það er um að gera að nýta tækifærið á meðan það gefst. Afslættirnir verða frá 20% og upp í 35% sem gildir þennan eina dag.“
Að sögn Björgvins hefur undirbúningurinn gengið vel. Búið er að bæta í þá vöruflokka sem taldir voru nauðsynlegir og semja við birgja. „Við verðum með opið frá 8:00 til 22:00 og reiknum með að það verði meiri traffík en gengur og gerist dagsdaglega hjá okkur.“
Miðstöðin býður upp á fjölbreytt vöruúrval sem hentar vel í jólapakkana, sérstaklega fyrir þá sem eru laghentir eða hafa gaman af framkvæmdum og því að gera fínt heima fyrir. Þá hefur verslunin bætt við búsáhaldavörum sem henta vel bæði fyrir þau sem eru að hefja búskap og þau sem eru að breyta til á heimilinu.
„Að auki eigum við mikið af jólavörum og tilvalið tækifæri er að versla seríur og aðrar jólavörur á góðu verði fyrir aðventuna,“ segir Björgvin. Hann tekur fram að þakklæti til samfélagsins skipti miklu.
„Við viljum fyrst og fremst þakka öllum Eyjamönnum fyrir öll viðskipti og það traust sem hefur verið í okkar garð í gegnum árin. Við finnum vel fyrir að Eyjafólk vill versla í heimabyggð og gerum við okkar besta til að mæta þörfum sem flestra og hlustum á óskir viðskiptavina okkar. Án þeirra væri Miðstöðin ekki til.“




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.