Þyrluæfing í myrkrinu hjá BV

Á föstudagskvöld hélt björgunarbáturinn Þór úr höfninni og sigldi vestur fyrir Heimaey. Á svæðið mætti þyrla landhelgisgæslunnar, því æfa átti menn og tæki í myrkrinu.

Fjórum mönnum var slakað niður úr þyrlunni í björgunarbátinn Þór. Tveir Björgunarfélags menn fóru því næst í uppblásinn gúmmíbát og hífði þyrlan þá upp úr bátnum. Eftir að Þór hafði náð í gúmmíbátinn hoppuðu tveir félagar í Björgunarfélaginu í sjóinn.
Þór bakkaði frá mönnunum og þyrlan athafnaði sig fyrir ofan þá, sigmaður seig niður og voru þeir tveir hífðir upp í þyrluna í sitthvoru lagi. Að loknum æfingunum var siglt til baka og tveir menn úr liði þyrlunnar var um borð í Þór og var þeim keyrt upp á flugvöll þar sem þyrlan beið þeirra.

Ljósmyndari Eyjafrétta Óskar Pétur Friðriksson var með á æfingunni.

Nýjustu fréttir

Bæjarstjórnarfundur í beinni
Andri Erlingsson til Kristianstad
Verulegur munur á tilboðum í flóðlýsingu Hásteinsvallar
Minningar um gos – söngvar og sögur í Eldheimum
„Fínasti vertíðarfiskur”
Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Ein ferð í Landeyjahöfn
Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.