�?Einhverra hluta vegna höfum við maðurinn minn aldrei haldið upp á konu- eða bóndadaginn. Við höfum iðulega sagt sem svo að við þyrftum ekki á slíkum dögum að halda. Við gætum hæglega gert vel við hvort annað hvenær sem okkur dytti í hug, án utanaðkomandi áminningar. �?annig var það líka í upphafi tilhugalífsins, áður en börnin fæddust. Nú er ég búin að skipta um skoðun. �?g held að þessir dagar séu einmitt ágætir til að minna mann á að gera vel við ástina sína.Margir kannast sennilega við það að hafa of mikið að gera, taka frá tíma fyrir börnin, en láta makann svolítið mæta afgangi. �?að er því upplagt að nota daga eins og konudaginn og bóndadaginn til að láta makann vita, að maður sé ennþá skotinn í honum.�?ar sem þessi hugsun er alveg ný af nálinni hjá mér, og bóndadagurinn búinn, ætla ég að nota þetta tækifæri og koma á framfæri óskum mínum fyrir konudaginn þetta árið. Við erum að leggja lokahönd á byggingu húss okkar í �?orlákshöfn, og því væri ósk mín fyrir þann dag, að fá nýbakaðar pönnukökur í morgunmat, svo væri unnið allan daginn, en um kvöldið þyrfti enginn að elda, en samt væri góður kvöldmatur og smá tími í samverustund áður en allir lognast út af.�?
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst