Viðgerð á dýpkunarskipinu Perlu hefur tafist um einn dag í viðbót. Búist er við að skipið geti hafið dýpkun í Landeyjahöfn á mánudag, ef veður leyfir. Perla hefur verið í þurrkví í Hafnarfirði vegna viðgerðar á skrúfubúnaði skipsins sem skemmdist þegar það var við dýpkun í Landeyjahöfn. Búist var við að skipið gæti hafið störf að nýju í þessari viku en það frestast fram yfir helgi.