Tilboð Stillu í allt hlutafé Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum, rann út klukkan 16 í dag. Ekki liggur fyrir hve margir hluthafar hafa samþykkt tilboðið.
Barátta um eignarráð yfir Vinnslustöðinni hefur staðið yfir síðan í vor en um miðjan apríl gerðu heimamenn, sem samtals eiga ríflega helmingshlut í Vinnslustöðinni, yfirtökutilboð í félagið á genginu 4,6. Í lok maí gerði félagið Stilla ehf. tilboð í allt hlutafé Vinnslustöðvarinnar á genginu 8,5. Fyrir þremur vikum síðan höfðu eigendur um 1% hlutafjár samþykkt tilboð Stillu.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst