Tilbúinn eftir tvö ár!
31. maí, 2007

Landgræðsla ríkisins stýrir framkvæmdum við lagningu vallarins á sjávarkambinum, sem verður meðal fárra alvöru strandvalla í heiminum. Sveinn Runólfsson, landgræðslustjóri, segir að hugmyndir hönnuðanna séu raunhæfar en verkið verði mikil vinna. �?Fyrsti áfanginn, sem verið er að hleypa á fullt þessa dagana, verður að jafna út svæðið næst sjónum og sá öflugum melgresisgróðri. �?á ríður á að tryggja að sandurinn berist ekki úr fjörunni og yfir sjávarkambinn inn á væntanlegar golfbrautir,�? segir Sveinn.

�?Við munum veita þeim góð ráð varðandi ræktunarframkvæmdir. Á næsta ári verður síðan farið í að forma völlinn og skapa enn frekar það landslag sem sóst er eftir. Í framhaldinu verður reist hótel og önnur fyrirhuguð aðstaða á svæðinu.�?

Golfvallaarkitektarnir Steve Smyers og Patric Andrews hanna völlinn fyrir hönd stórkylfingsins Nick Faldo. �?Völlurinn verður einn sá besti í heiminum; ströndin, glæsilegt útsýnið og sandurinn mun gera hann einstakan og eftirsóttan,�? fullyrti Patrick í samtali við Sunnlenska. Hann segir að völlurinn verði 6600 metra langur og uppfylli þar með kröfur sem gerðar eru fyrir stærstu mótaraðir atvinnumanna.

Fyrirtækið Golf ehf. kostar framkvæmdirnar en Golf er að mestu í eigu íslenska hlutafélagsins Nýsis.

Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst