Í kvöld er frumflutningur þjóðartíðarlagsins í ár, Ástin á sér stað. Friðrik Dór ásamt Sverri Bergmann og Albatross munu stíga á svið klukkan níu. Friðrik Dór er spennur að frumflytja lagið og finnst honum þjóðhátíð vera eins og risa stórt ættarmót.
Hvað er þjóðhátíð fyrir þér?
�?jóðhátíð fyrir mér er svolítið eins og risastórt ættarmót, nema stemningin er ekki jafn vandræðaleg. �?að er gaman að rölta í gegnum dalinn og hitta vini og kunningja sem maður hefur ekki hitt lengi.
Hvenær upplifðir þú þína fyrstu þjóðhátíð og hveru oft hefur þú mætt?
�?g kom fyrst árið 2007 og hef núna alls komið sjö sinnum, þar af fimm sinnum til að koma fram á hátíðinni.
Hvað heillar þig mest við hátíðina?
Kvöldvökurnar í brekkunni og hvítu tjöldin eftir miðnætti
Skemmtilegasta minningin af þjóðhátíð?
Hún er úr hvítu tjöldunum árið 2007, ég var í rosa gír með kassagítarinn þá…
Hvernig er tilfinningin að stíga á svið í dalnum? Spenntur að frumflytja þjóðhátíðarlagið?
Tilfinningin þegar ég fór fyrst á svið í dalnum 2010 er ein sú besta sem ég hef upplifað og ég hlakka mikið til frumflytja lagið í ár
Eitthvað sérstakt sem þú hlakkar til í ár?
�?g hlakka mikið til að frumflytja þjóðhátíðarlagið eins og ég sagði og líka til þess að koma fram á sunnudeginum með Albatross mönnum. �?að verður rosalega gaman að flytja efnið mitt loksins með flottri hljómsveit á stóra sviðinu í dalnum.