Tilkynning um framboð í prófkjöri sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi
�?g, Brynjólfur Magnússon, hef ákveðið að gefa kost á mér í 5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi sem fram fer þann 10. september næstkomandi.
�?g er 28 ára, lögfræðingur að mennt og er fæddur og uppalinn í �?orlákshöfn. �?g hef sinnt hinum ýmsu störfum frá unga aldri, m.a. fiskvinnslu-, þjónustu- og skrifstofustörfum. Í dag starfa ég sem sérfræðingur hjá Landsbankanum. �?g hef gegnt trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn og alla tíð verið virkur í hvers kyns félagsstörfum.
Suðurkjördæmi er ríkt af náttúruauðlindum enda stærsta og víðfeðmasta kjördæmið á landinu en í því felast mýmörg tækifæri. �?g legg á það mikla áherslu að við í kjördæminu horfum til framtíðar og nýtum betur öll þau fjölmörgu tækifæri sem til staðar eru. Ber þar helst að nefna alla þá dýrmætu orku sem finna má í kjördæminu, en ég er þeirrar skoðunar og legg raunar á það áherslu að orkunni sé fundin farvegur innan kjördæmisins, sem sátt er um. Jafnframt að hún sé nýtt á sjálfbæran, hagkvæman og skynsaman hátt. �?á skapar víðfeðmi og náttúra kjördæmisins enn fremur mikil sóknarfæri í ferðaþjónustu, sjávarútvegi og landbúnaði.
Málefni ungs fólks eru mér einnig afar hugleikin en ég vil beita mér í þágu nýsköpunar og atvinnuþróunar í kjördæminu. �?að segir sig sjálft að ungt og menntað fólk á erfitt með að snúa aftur heim að námi loknu ef ekki eru í boði störf við hæfi. Suðurkjördæmi hefur fjölmargt að bjóða ungum og vel menntuðum einstaklingum ef rétt er að atvinnuþróun staðið. �?á ber einnig að nefna húsnæðismálin en staðan sem blasir við á fasteignamarkaði í dag er óboðleg, einkum vegna þess hve erfitt er fyrir ungt fólk að koma undir sig fótunum, án aðstoðar foreldra. �?g tel brýnt, að farið verði strax í það verkefni, að auðvelda ungu fólki að festa kaup á sinni fyrstu fasteign. �?að má til dæmis gera með því að rýmka enn frekar reglur um nýtingu lífeyrissparnaðar til íbúðarkaupa.
Í Suðurkjördæmi eru spennandi og bjartir tímar framundan. Tækifærin eru án nokkurs vafa mörg en við verðum að sjá þau, grípa og nýta! �?g hef ákveðið að bjóða fram krafta mína í þeim tilgangi. Nái ég kjöri mun ég heita því að vinna af heilindum, krafti og eldmóð í þágu alls kjördæmisins.
Horfum til framtíðar og nýtum tækifærin! Brynjólfur Magnússon