Hafrannsóknastofnun leggur til að loðnukvótinn verði aukinn um 65 þúsund tonn og verði alls 390 þúsund tonn. Er tillagan lögð fram í ljósi nýrrar mælingar á loðnugöngum við austan- og sunnanvert landið. Stærð veiðistofnsins samkvæmt þessum mælingum er 608 þúsund tonn af kynþroska loðnu.