Fyrirtækið IceWind samdi á dögunum við Vestmannaeyjabæ og Siglingadeild Vegagerðarinnar um uppsetningu á tilraunatúrbínu á Stórhöfða í Vestmannaeyjum. Stórhöfði getur verið algjört veðravíti og telst á meðal vindasömustu svæðum á norðurhveli Jarðar. Stórhöfðinn er staður í 122 m hæð yfir sjó, syðsta byggða ból á Íslandi og þar sem vindhraði getur farið yfir 60 m/sek.
IceWind CW-1000 vindtúrbínan gefur af sér 1000W í 10 m/sek., hentar vel fyrir heimili, sumarbústaði og jafnvel bóndabæi og sér þér fyrir upphitun eða raforkuþörf. Tvinnuð saman við varmadælu getur túrbínan séð meðalstórum sumarbústaði fyrir upphitun og raforkuþörf, hvort sem tenging er til staðar við raforkulandsnetið eða ekki. IceWind CW-1000 túrbínan er hönnuð til að falla vel inn í umhverfið. Hún er nær hljóðlaus, hefur ekki áhrif á fuglalíf og kemur í nokkrum litaútfærslum.
Hefur fyrirtækið Icewind undanfarið verið að þróa litlar vindtúrbínur sem henta minni einingum. Er Sæþór Ásgeirsson, hjá Icewind frumkvöðullinn.
�??�?etta byrjaði sem verkefni í vélarverkfræði í Háskóla Íslands. Við áttum að hanna og smíða vindhraðamæli. �?g ákvað síðar að athuga hvort vindhraðamælirinn gæti framleitt rafmagn og þetta er ávöxturinn af því,�?� segir Sæþór.
Hann hóf hönnunina árið 2008 og síðan hefur hugmyndin verið í þróun. Hann stofnaði svo fyrirtækið Icewind árið 2012. �??�?etta hefur verið gert með skóla og annarri vinnu svo á síðasta ári fór allt á fullt. Sérstaklega eftir að við fengum góðan styrk frá Íslandsbanka. Svo fengum við góðan styrk frá Rannís sem gerði það að verkum að við gátum einbeitt okkur alveg að þessu,�?� segir Sæþór.