Í ljósi nýjustu frétta um smit af Covid-19 sem tengjast Vestmannaeyjum og tilkynningar frá aðgerðarstjórn Vestmannaeyja nú í morgun þurfum við að bregðast við og herða enn meira á heimsóknarreglum segir í frétt á vef Hraunbúða.
Við bætum inn grímuskyldu, takmörkum heimsóknir við einn aðstandenda á dag, ítrekum 2 metra regluna og verðum áfram með þær reglur sem voru í gildi en viljum ítreka að gestir taki þær alvarlega.
Við erum í þessu saman og viljum minnka líkurnar á því að smit berist inn á heimilið, við vonum að ekki þurfi að koma til heimsóknarbanns á heimilið en þurfum því miður að herða reglurnar.
Við biðjum gesti um að kynna sér eftirfarandi reglur vel
Áfram gilda einnig eftirfarandi reglur:
Að gestir
Komi EKKI í heimsókn til íbúa í 14 daga frá komu til landsins
Komi EKKI í heimsókn ef minnstu einkenni um kvef, flensulík einkenni, magakveisu, höfuðverk, beinverki eða slappleika eru til staðar
Komi EKKI í heimsókn ef viðkomandi er í sóttkví eða einangrun eða ef beðið er niðurstöðu úr sýnatöku
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst