ÍBV hefur ráðið Todor Hristov sem þjálfara kvennaliðs ÍBV í knattspyrnu til þriggja ára en hann tekur við af Jonathan Glenn. Todor, sem er 35 ára gamall, er frá Búlgaríu en hefur verið búsettur á Íslandi í átta ár og lék fyrst með Víkingum í Reykjavík í eitt ár en síðan með Einherja á Vopnafirði frá 2015-2020.
Hann lagði skóna á hilluna haustið 2020 og flutti til Vestmannaeyja til að þjálfa yngri flokka hjá ÍBV. Eyjakonur enduðu í sjötta sæti Bestu deildar kvenna í ár. Glenn var sagt upp störfum eftir tímabilið en hann tók á dögunum við liði Keflavíkur.
Mynd frá ÍBV.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst