Töluvert um afbókanir hjá Herjólfi

“Það eru um 500 farþegar bókaðir í dag til Vestmannaeyja. Það er töluvert um afbókanir eftir að tilmæli og aðgerðir stjórnvalda fóru í loftið,” sagði Guðbjartur Ellert Jónsson framkvæmdastjóri Herjólfs í samtali við Eyjafréttir í morgun.

Nú er kominn upp sú sérkennilega staða að frá hádegi í dag er farþegum með Herjólfi skylt að vera með grímur um borð í skipinu. En grímur seldust upp á flestum sölustöðum í Vestmannaeyjum fljótlega upp úr hádegi í gær. Grímur verða seldar farþegum á meðan birgðir endast. “Við eigum um 6000 grímur sem eru seldar með brottfaramiða fyrir þá sem ekki hafa sína eigin. Við höfum virkjað viðbragðsáætlun okkar og munum vinna eftir henni eins og síðast,” sagði Guðbjartur.

Nýjustu fréttir

„Fínasti vertíðarfiskur”
Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Ein ferð í Landeyjahöfn
Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál
Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.