Á fundi bæjarráð sl. miðvikudag, var samþykkt að auglýsa eftir kerfisfræðingi til starfa hjá Vestmannaeyjabæ til reynslu í 1 ár. Auk þess var bæjarstjóra falið að fjárfesta í búnaði til hýsingar gagna ásamt áhöldum og tækjum því tengdu. Þetta þýðir að þjónusta sem Vestmannaeyjabær hefur keypt af einkaaðilum í Eyjum hættir.