Töpuðu á heimavelli í undanúrslitum gegn HK2
7. mars, 2007

Gestirnir byrjuðu betur, komust tveimur mörkum yfir en þegar leið á hálfleikinn náðu Eyjastúlkur að jafna og í hálfleik var staðan 9:9. Í síðari hálfleik náðu gestirnir svo fjögurra marka forystu en aftur náðu Eyjastúlkur að jafna og þegar um fimm mínútur voru eftir, var ÍBV einu marki yfir og með boltann í sókn. En gestirnir skoruðu hins vegar fjögur mörk gegn aðeins einu marki ÍBV á lokakaflanum og því fór sem fór.

Heiða Ingólfsdóttir var best hjá ÍBV en hún varði alls sautján skot. Annars var það helsti veikleiki ÍBV hversu lengi stelpurnar voru til baka í vörn eftir misheppnaða sókn en Heiða varði oft á tíðum úr dauðafærum gestanna.

Mörk ÍBV:
Elísa Viðarsdóttir 5, Aníta Elíasdóttir 4, Kristrún Hlynsdóttir 4, Lovísa Jóhannsdóttir 2, Andrea Káradóttir 2 og Eva Káradóttir 1.
Varin skot: Heiða Ingólfsdóttir 17.

Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst