Íslandsmeistarar ÍBV töpuðu í dag fyrir nýliðum Aftureldingu í 3. umferð Olísdeildar karla en leikurinn fór fram í Mosfellsbæ. Lokatölur urðu 24:22 í miklum spennuleik, staðan í hálfleik var 11:12 en Eyjamenn fóru illa að ráði sínu í síðustu tveimur sóknunum þegar markvörður Mosfellinga varði í bæði skiptin. Afturelding tryggði sér svo sigurinn úr vítakasti á lokasekúndunum. �?etta er í annað sinn í þremur leikjum sem Eyjamenn tapa stigum á lokakaflanum, fyrst tapaði ÍBV niður unnum leik gegn FH í fyrstu umferð og svo aftur núna gegn Aftureldingu. Á milli þessara leikja steinlá liðið svo gegn ÍR í Eyjum.
�?að verður því seint sagt að titilvörnin fari vel af stað hjá ÍBV. Eitt stig úr þremur fyrstu leikjunum og Íslandsmeistararnir sitja í fallsæti. Næsti leikur ÍBV er á fimmtudaginn þegar Eyjamenn taka á móti neðsta liðinu, HK.