ÍBV mætti HK í æfingaleik um helgina en þetta er í annað sinn sem liðin eigast við í vetur. ÍBV hafði betur í fyrri viðureigninni en óhætt er að segja að HK hafi náð að koma fram hefndum því þeir unnu um helgina 5:1. Eyjamenn skoruðu fyrsta markið en HK jafnaði áður en fyrri hálfleikur var úti. HK skoraði svo fjögur mörk í síðari hálfleik en Eyþór Helgi Birgisson, sem var lánaður frá HK til ÍBV í sumar, var Eyjamönnum erfiður ljár í þúfu, skoraði glæsilegt mark og lagði upp tvö önnru. Hægt er að sjá myndband af mörkunum hér að neðan.