Stefnt er að því að halda torfærukeppni á nýja hrauninu á Heimaey næsta sumar, nánar tiltekið á Goslokahátíðinni. Síðasta keppnin var haldin í Eyjum 1984, eins og kom fram á Eyjafréttum.is fyrir helgi en á laugardaginn var þremur torfærubílum ekið um á nýja hrauninu til að kanna aðstæður. Elliði Vignisson, bæjarstjóri fór m.a. eina ferð með einum torfærubílnum en ökumennirnir voru mjög ánægðir með aðstæður.