Skógræktarfélag Íslands hefur valið álm við Heiðarveg 35 sem tré ársins 2010. Íbúum hússins veður veitt viðurkenning við hátíðlega athöfn og lúðraþyt á morgun, föstudag, klukkan 16.00. Magnús Gunnarsson, formaður Skógræktarfélags Íslands flytur ávarp og tréð veður mælt í bak og fyrir og skráð á spjöld sögunnar.