Fyrir jólin birtist hinn hrekkjótti Trölli (Grinch). Trölli er þekktur fyrir að krydda jólaskemmtanir með lúmskum hrekkjum og einstökum húmor, en á sama tíma kemur hann með hlýlegt jólaskap og gleður alla sem á vegi hans verða.
Við hjá Eyjafréttum heyrðum í Trölla og fengum spyrja þennan litríka karakter nokkurra spurninga.
Hvað er það skemmtilegasta við að fá að vera Trölli?
Það skemmtilegasta við að vera Trölli er að fá að hræða og gleðja á sama tíma.
Áttu þér uppáhalds hrekk?
Uppáhaldshrekkurinn minn er 100 prósent að stela jólatrjám hjá fólki með öllu skrautinu á!
Hvers konar viðbrögð færðu frá þeim sem þú hittir?
Viðbrögð krakkana eru þau að sum þeirra gráta og önnur hlægja, en flest gráta þau aðeins fyrst.
Hvað er fram undan hjá Trölla?
Fram undan hjá Trölla er óvissa hann er með svo stórt hjarta eftir síðustu jól, en hann þarf að stækka hjartað fyrir þessi jól hann gæti sést á vappinu.
Hvernig getur fólk pantað Trölla?
Fólk getur óskað eftir því að ná sambandi við Trölla með því að setja lífræna ruslið hjá sér út í glugga eða senda á hann á facebook, annars er hann líka á já.is.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst