Lögreglan í Vestmannaeyjum hefur um áratugaskeið séð um sjúkraflutninga í Vestmannaeyjum. Reglulega eru haldin námskeið í sjúkraflutningum en nú er svo komið að sjö af tíu lögregluþjónum í Vestmannaeyjum eru búnir að taka námskeið í sjúkraflutningum, og hafa aldrei verið fleiri. Það þýðir að á hverri vakt er alltaf einn lögregluþjónn í það minnsta, sem hefur lokið náminu. Tveir lögregluþjónar í Eyjum luku á dögunum námskeiði í sjúkraflutningum, þeir Davíð Þór Óskarsson og Hreinn Júlíus Ingvarsson.