Tryggvi að taka við Dalvík/Reyni?
13. júlí, 2015
Tryggvi Guðmundsson verður mögulega ráðinn þjálfari Dalvíkur/Reynis eins og kom fram á Fótbolti.net í gær.
Helgi Indriðason, framkvæmdarstjóri félagsins, sagði í samtali við Vísi í dag að ekki væri enn búið að semja við Tryggva.
�??Viðræður hafa átt sér stað og þær hafa verið jákvæðar. En það liggur ekki fyrir undirskrift og við erum að bíða eftir því. Mögulega klárast þetta í kvöld,�?? sagði Helgi.
Tryggvi var áður aðstoðarþjálfari ÍBV en var sagt upp störfum eftir að hafa mætt á æfingu undir áhrifum áfengis, líkt og fjallað hefur verið um.
Dalvík/Reynir er í neðsta sæti 2. deildar karla með fimm stig og er sex stigum frá öruggu sæti. Ekki er útilokað að Tryggvi muni spila með liðinu í sumar en hann hefur spilað með KFS í 3. deildinni í sumar.
Vísir.is greindi frá
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst