Tryggvi Guðmundsson setti í gærkvöld nýtt met þegar hann skoraði tvö marka FH í sigrinum á Grevenmacher frá Lúxemborg í Kaplakrika. Tryggvi hefur nú skorað 8 mörk fyrir íslensk lið í Evrópukeppni, fleiri en nokkur annar, en fyrir leikinn voru hann og Mihajlo Bibercic jafnir með 6 mörk hvor.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst