Herjólfur siglir nú sína aðra ferð til Þorlákshafnar en skipið fór frá Eyjum klukkan 7:30 og fer frá Þorlákshöfn klukkan 11:15. Í ljósi þess að ekki verður hægt að nota Landeyjahöfn fyrr en dæluskip hefur opnað rás í rifið sem er í hafnarmynninu, mun Herjólfur sigla tvær ferðir á dag, næstu daga til Þorlákshafnar. Síðari ferðin verður frá Eyjum klukkan 15:15 og frá Þorlákshöfn 18:45.