Tvær handknattleikskonur úr ÍBV, þær Berglind Dúna Sigurðardóttir og Drífa Þorvaldsdóttir, eru í lokahóp U-18 ára landsliðshópi Íslands í handknattleik. Liðið tekur þátt í Opna Evrópumótinu í Gautaborg dagana 2. til 6. júlí. Ísland leikur þar í riðli ásamt Ítalíu, Rúmeníu og Þýskalandi.