Ákærði neitaði ekki sök en kvaðst ekki muna eftir að hafa slegið kæranda vegna ölvunarástands síns en taldi ekki ástæðu til að rengja framburð kæranda. Tannlæknir kærenda kom fyrir dóminn og kvað áverka á kæranda hafa verið þess eðlis að þeir gætu verið til komnir vegna höggs á andlit en ekki vegna falls kæranda.
Kærandi dró kæru á hendur ákærða til baka í nóvember 2005 en það hafði ekki þau áhrif að málið yrði fellt niður. Samkvæmt sakavottorði ákærða var hann dæmdur í 30 daga fangelsi, skilorðsbundið í 2 ár með dómi Héraðsdóms Suðurlands uppkveðnum þann 30. nóvember 2005. Líkamsárásin sem hér um ræðir var framinn fyrir uppkvaðningu þess dóms.
Maðurinn var dæmdur í 60 daga fangelsi en fullnustu refsingarinnar skal frestað og skal hún niður falla að liðnum 2 árum frá birtingu dómsins, haldi ákærði almennt skilorð. Auk þess var maðurinn dæmdur til greiðslu alls sakarkostnaðar, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst