ÍBV tapaði öðrum leik sínum í röð í Pepsídeild kvenna en liðið lék í kvöld gegn �?ór/KA fyrir norðan. Heimaliðið var sterkari aðilinn í fyrri hálfleik en Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir átti stórleik í markinu. Hún gat þó ekki komið í veg fyrir að heimaliðið kæmist yfir eftir um hálftíma leik og staðan í hálfleik var 1:0 fyrir �?ór/KA. ÍBV var svo sterkari aðilinn í síðari hálfleiks og hefði í raun átt að skora þegar Shaneka Gordon fékk gott færi en skaut af stuttu færi beint á markvörð �?órs/KA. Eyjaliðið pressaði stíft að marki �?órs/KA en það voru svo heimakonur sem skoruðu annað markið undir lok leiksins, nokkuð gegn gangi leiksins í síðari hálfleik en um leið gerðu norðankonur út um vonir ÍBV.
ÍBV hefur nú tapað tveimur leikjum en unnið einn í fyrstu þremur umferðunum. �?að er þrátt fyrir allt ágætis árangur enda liðið talsvert breytt og að spila gegn sterkum andstæðingum. Næsti leikur liðsins er svo þriðjudaginn 3. júní þegar ÍBV tekur á móti Fylki á Hásteinsvelli.