Tveggja marka tap í Belgrad
18. júlí, 2013
Rauða Stjarnan lagði ÍBV velli 2-0 í kvöld í Belgrad fyrir framan 35 þúsund stuðningsmenn serbneska liðsins. Ef undan eru skildar fyrstu fimmtán mínúturnar, þá áttu Eyjamenn í fullu tréi við leikmenn Rauðu Stjörnunnar, þótt heimaliðið hefði eðlilega verið meira með boltann. Rauða Stjarnan byrjaði mun betur og komst fljótlega yfir með marki frá Nejc Pecnik strax á 12. mínútu. Eyjamenn virkuðu ekki sannfærandi fyrsta stundafjórðunginn en komust hægt og rólega inn í leikinn og þegar á leið voru þeir ekki síðri en Rauða Stjarnan.
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst