Tveir sýslumenn verða á Suðurlandi og einn lögreglustjóri
4. febrúar, 2014
Tveir sýslumenn verða á Suðurlandi og einn lögreglustjóri frá næstu áramótum en innanríkisráðherra hefur mælt fyrir tveimur lagafrumvörpum sem gera ráð fyrir fækkun og stækkun á umdæmum sýslumanna og lögreglustjóra.
Fækka á umdæmum sýslumanna úr 25 í níu og lögregluumdæmum úr 15 í átta. Að sama skapi munu umdæmin stækka.
�??Við erum að fækka embættunum, en um leið erum við að gera þau burðugri og í stakk búin til að taka við nýjum verkefnum,�?? segir Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra í samtali við Vísi. Markmiðið er að klára málið fyrir þinglok í vor.
Ráðherrann mun næstu tvær vikurnar heimsækja alla landshluta til að kynna fyrirhugaðar breytingar.
Hingað til hafa verið þrír lögreglustjórar á Suðurlandi, einn á Selfossi, einn á Hvolsvelli og einn í Vestmannaeyjum. �?essi þrjú embætti verða sameinuð í eitt, en ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvar aðsetur nýja embættisins verður.
Umdæmi sýslumanna á Suðurlandi verða tvö en áfram er gert ráð fyrir sýslumannsembætti í Vestmannaeyjum. Sýslumannsembættin á Selfossi og Hvolsvelli verða aftur á móti sameinuð.
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst