Tveir ungir skrifa undir
23. júní, 2015
Tveir af efnilegustu leikmönnum ÍBV í handbolta skrifuðu undir samninga nú í dag.
Leikmennirnir sem um ræðir eru þeir Dagur Arnarsson og Bergvin Haraldsson en þeir eru fæddir árin 1996 og 1994.
Dagur er rétthent skytta sem getur einnig spilað sem miðjumaður. Bergvin er línumaður sem spilar einnig stöðu hafsents í varnarleik.
Báðir leikmennirnir skrifuðu undir eins árs samnings en ÍBV ætlar sér stóra hluti á næsta tímabili.
Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst