Tveir enskir leikmenn eru væntanlegir til ÍBV frá enska úrvalsdeildarliðinu Portsmouth. Þeir heita Omar Koroma, 21 árs gamall framherji frá Gambíu og James Hurst. Koroma gekk í raðir Portsmouth 2008 en var í láni hjá Norwich í 1. deildinni tímabilið 2008-2009. Hann á m.a. tvo leiki að baki með gambíska landsliðinu í fótbolta. James Hurst er 18 ára bakvörður. Hann á að baki leiki með U-17 ára landsliði Englands en Hurst var í leikmannahópi Portsmouth í vetur, þótt hann hafi ekki spilað leik.