Tveir á leið til ÍBV frá Portsmouth
12. maí, 2010
Tveir enskir leikmenn eru væntanlegir til ÍBV frá enska úrvalsdeildarliðinu Portsmouth. Þeir heita Omar Koroma, 21 árs gamall framherji frá Gambíu og James Hurst. Koroma gekk í raðir Portsmouth 2008 en var í láni hjá Norwich í 1. deildinni tímabilið 2008-2009. Hann á m.a. tvo leiki að baki með gambíska landsliðinu í fótbolta. James Hurst er 18 ára bakvörður. Hann á að baki leiki með U-17 ára landsliði Englands en Hurst var í leikmannahópi Portsmouth í vetur, þótt hann hafi ekki spilað leik.
Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst