Lögreglan í Vestmannaeyjum hefur stóraukið umferðareftirlit þegar nær dregur þjóðhátíð sem fram fer næstu helgi. Í dag voru tveir ökumenn kærðir fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna, annar á fertugsaldri en hinn á þrítugsaldri. Í öðru tilfellinu var gerð húsleit á heimili ökumannsins og fundust nokkur grömm af hassi við þá leit. Þá var einn ökumaður stöðvaður fyrir akstur sviptur ökuréttindum.