Tveir gistu fangageymslur í nótt
6. ágúst, 2012
Nokkur erill var hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum í nótt. Rólegra var þó fyrrihluta nætur en þegar líða tók á nóttina fjölgaði útköllum. Tveir gistu fangageymslu vegna líkamsárása og var önnur þeirra alvarleg en þá sló maður annan þannig að hann nefbrotnaði og tvær tennur brotnuðu. Í hinu tilfellinu réðst maður á fyrrverandi kærustu sína. Heildarfjöldi líkamsárásarmála á hátíðinni eru nú átta talsins og tvö málana alvarleg.
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst