Vikan var með rólegra móti hjá lögreglu og engin alvarleg mál sem upp komu. Rólegt var í kringum skemmtistaði bæjarins og fór skemmtanahald að mestu vel fram. Tvö fíkniefnamál komu upp í vikunni og var í báðum tilvikum hald lagt á kannabisefni. Ekki var um mikið magn að ræða og játuðu þeir aðilar sem þarna áttu hlut að máli, eign sína á efnunum en um er að ræða tvo unga menn í kringum tvítugt. Málin teljast upplýst.