Tveir leikmenn ÍBV eru í leikmannahópi karlaliði Íslands í knattspyrnu, skipað leikmönnum 21 árs og yngri. Brynjar Gauti Guðjónsson er á sínum stað í hópnum enda verið fastamaður í leikmannahópi liðsins undanfarið. Gunnar Þorsteinsson kemur hins vegar nýr inn í hópinn en Gunnar hefur leikið afar vel með ÍBV í byrjun Íslandsmótsins og vakið verðskuldaða athygli.