Sýndar verða hinar ýmsu listir, spáð í spil og keppt í bjórbingó í dag, fimmtudaginn 4. júlí á Goslokahátíð. Fyrstu sýningarnar opna klukkan 10:00.
Vinir og vandamenn Oddgeirs Kristjánssonar verða með tónleikana Í hjarta mínu á ég auð í Höllinni, og þá verða aðrir tónleikar í Eldheimum með Magnúsi R. Einarssyni og hljómsveit ásamt söngvurum.
Í dag verður norðlæg átt, tveir til sex metrar á sekúndu og alskýjað. Hiti um 9 stig, engri úrkomu spáð og því fínasta veður fyrir börnin sem eiga eftir að mála vegg við Tangagötu undir stjórn Gunna Júl síðar í dag.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst