Það var öllu rólegra hjá lögreglunni í vikunni sem leið en vikunni á undan enda stóð þá þjóðhátíð sem hæst og mikill fjöldi fólks í bænum. Það var hins vegar öllu færra í bænum í vikunni sem leið enda hefð fyrir því að Eyjamenn fari í frí á þessum árstíma. Þrátt fyrir það hafði lögreglan í nógu að snúast við að svara þjóðhátíðargestum vegna týndra muna en nokkuð var um fyrirspurnir til lögreglu vegna þessa.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst