Tvö fíkniefnamál á borð lögreglu í síðustu viku
21. október, 2013
Töluverður erlill var hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum í síðustu viku og um helgina vegna ýmsra verkefna. Töluverður fjöldi fólks var að skemmta sér um sl. helgi en engin alvarleg mál komu upp vegna þessa. Aðstoða þurfti þó nokkra vegna ölvunarástands, að því að fram kemur í dagbókarfærslu lögreglunnar. Tvö fíkniefnamál komu upp í vikunni. Í öðru málinu fannst í heimahúsi hjá 20 ára aðila um 9 grömm af maríjúana og gramm af sveppum. Hann viðurkenndi að vera búinn að selja 5 grömm til viðbótar. Í hinu málinu var maður um tvítugt handtekinn en á honum fannst gramm af maríjúana. Hann hefur áður verið kærður vegna sambærilegra mála.
Eitt vinnuslys var tilkynnt til lögreglunnar í vikunni þegar maður slasaðist við flökunarvél þegar hann festi hendina í henni. Ekki reyndist hann mikið slasaður eins og óttast var í fyrstu.
Á miðvikudaginn sl. var tilkynnt að eldur væri laus í húsi við Miðstræti 30. Slökkvilið var fljótt á vettvang og réði niðurlögum eldsins sem var í kjallara húsins. Kallað var eftir aðstoð tæknideildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu til rannsóknar á brunanum. Grunur er um íkveikju og leitar lögreglan eftir uppýsingum frá vitnum sem hafi orðið varir við mannaferðir við húsið þennan morgun. Einn aðili býr í húsinu og var hann fjarverandi þegar eldur kom upp.
Tvö skemmdaverk voru tilkynnt til lögreglunnar þessa viku. Í báðum tilvikum var stungið á hjólbarða á tveimur bifreiðum. Annað skemmdaverkið átti sér á fimmtudaginn sl. þar sem bifreiðin var við Bessahraun 8 og hitt sl. laugardag en sú bifreið var við Áshamar 75. Lögreglan leitar vitna af þessum skemmdaverkum og biður þá sem einhverjar upplýsingar geta gefið að snúa sér til lögreglunnar.
Tvö umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglunnar en bæði minniháttar og án meiðsla á fólki.
Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst