Í gærkveldi komu upp tvö fíkniefnamál hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum. Um var að ræða aðskilin mál þar sem fíkniefnahundurinn Luna fann á farþegum sem voru að koma með flóabátnum Baldri, sem nú siglir milli lands og Eyja í fjarveru Herjólfs. Í öðru málinu fundust 17 grömm af maríjúana og hinu um 10 grömm af amfetamíni. Báðir þessir aðilar, sem eru um tvítugt, viðurkenndu að eiga efnin og sögðu þau ætluð til eigin neyslu.