Miðjumaðurinn Rut Kristjánsdóttir hefur fundið sig vel í liði ÍBV það sem af er tímabils eftir að hafa gengið til liðs við félagið fyrir tímabilið en áður var hún á mála hjá Fylki. �?essi 24 ára gamli leikmaður segist alltaf hafa líkað vel við Vestmannaeyjar og fólkið sem þar býr og hefur dvöl hennar hingað til sem leikmaður ÍBV ekki verið annað en jákvæð að hennar sögn. Rut missti af stórum hluta síðasta tímabils eftir að hafa misst tönn í leik gegn ÍBV á Hásteinsvelli síðasta sumar en sem betur fer var landsliðsþjálfarinn og tannlæknirinn Heimir Hallgrímsson á vellinum og var hann fljótur að bregðast við.
Af hverju ákvaðstu að semja við ÍBV? �??�?g týndi aðeins gleðinni í boltanum síðasta sumar þegar tönnin flaug úr hér í Eyjum og þar með var hálft tímabilið alveg off hjá mér. Jeffsy var sá þjálfari sem var hvað þolinmóðastur við mig og gafst ekki upp á mér, sem ég er ótrúlega þakklát fyrir í dag. Svo leist mér vel á umgjörðina og fannst spennandi tækifæri að spila með svona öflugu liði,�?? segir Rut.
Spilar fótbolta með ÍBV í Eyjum og starfar fyrir Deloitte í Kópavogi
Ásamt því að spila fótbolta með ÍBV í Vestmannaeyjum í sumar þá starfar Rut einnig fyrir Deloitte í Kópavogi. Hvernig hefur gengið að tvinna þetta saman? �??�?g er hrikalega heppin með yfirmenn í Deloitte sem sýna mér mikinn skilning og hleypa mér til Eyja þegar þarf. Á sama tíma er ég ekki síður heppin með þjálfarateymið hér sem sýnir vinnunni einnig skilning, svo með allt þetta frábæra fólk í kringum mig þá hefur gengið vel að tvinna þetta saman. �?að hafa vissulega verið margar báta- og bílferðir þetta sumarið en ég hef svo ótrúlega gaman af hvoru tveggja að mér finnst þetta ekkert mál,�?? segir Rut.
Næsti leikur hjá ÍBV er á föstudaginn gegn þínum gömlu félögum í Fylki, hvernig metur þú möguleikana þar? �??Við höfum verið að spila virkilega flottan fótbolta í sumar, verið þéttar og skorað góð mörk. Ef við höldum áfram að vinna á okkar styrkleikum þá tel ég möguleika okkar góða fyrir leikinn. Við stefnum að sjálfsögðu að því að taka þrjú stig en Fylkisstelpurnar hafa verið að stilla sig saman í sumar og þurfa að safna fleiri stigum svo ég býst bara við hörku leik. Mér persónulega líður alltaf vel í Lautinni svo ég er gríðarlega spennt fyrir því að mæta þangað,�?? sagði miðjumaðurinn öflugi að endingu.