Á myndinni má sjá Eyjastrákana Elís Þór Aðalsteinsson, Jason Stefánsson og Andra Erlingsson.
U-19 landslið karla vann til silfurs á úrslitaleik á Sparkassen Cup í Merzig, Þýskalandi í gær þar sem þeir léku á móti Þjóðverjum. Þjóðverjar höfðu betur að þessu sinni og endaði leikurinn 27-31 Þjóðverjum í hag.
Mótið var gríðalega góð reynsla fyrir leikmenn en þeir stóðu sig með mikilli prýði. Næsta stóra verkefni liðsins verður heimsmeistaramót sem fer fram í Egyptalandi í ágúst næstkomandi. Það verður spennandi að fylgjast með framgöngu liðsins á komandi misserum.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst