„Ufsarjátl, sem gleður menn mjög“
bergey_bergur_op
Myndin er tekin um borð í Berg VE. Eyjafréttir/Eyjar.net: Óskar Pétur Friðriksson

Eins og svo oft áður lönduðu ísfisktogararnir Bergur VE og Vestmannaey VE fullfermi í Vestmannaeyjum sl. þriðjudag, Bergur um morguninn og Vestmannaey um kvöldið. Afli Bergs var að mestu ýsa, ufsi og þorskur en afli Vestmannaeyjar mest ýsa og þorskur, að því er segir í frétt á vefsíðu Síldarvinnslunnar.

Þar segir Jón Valgeirsson, skipstjóri á Bergi að túrinn hafi verið ágætur. „Þetta var fimm sólarhringa túr sem er í lengri kantinum, enda fórum við austur fyrir land og það tekur tíma að sigla fram og til baka. Við byrjuðum á Ingólfshöfðanum og þar var ufsarjátl sem gleður menn mjög. Síðan keyrðum við á Breiðdalsgrunn þar sem fyrst og fremst fékkst ýsa. Síðan var haldið vestur og restin tekin á Pétursey. Það var norðanfræsingur fyrir austan en mun skárra vesturfrá,“ segir Jón.

Birgir Þór Sverrisson, skipstjóri á Vestmannaey, lætur einnig vel af fiskiríinu. „Þessi túr gekk bara vel. Megnið af tímanum vorum við á Breiðdalsgrunni og í Berufjarðarál fyrir austan en síðan var komið við á Höfðanum. Veðrið var frekar rysjótt og nú er brælustopp,“ segir Birgir Þór. Óvíst er hvenær skipin halda til veiða á ný vegna veðurs, segir ennfremur í fréttinni.

Nýjustu fréttir

Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.