ÍBV hefur samið við úkraínskan leikmannn um að leika með handknattleiksliði félagsins út leiktíðina. Sá heitir Sergey Trotsenko og er 30 ára örvhent skytta. Trotsenko lék með liði í heimalandi sínu, Lugansk og skoraði m.a. sex mörk í síðasta leik liðsins í Challenge Cup, Evrópukeppninni. Trotsenko er þegar kominn með leikheimild og verður því væntanlega í leikmannahópi ÍBV í næsta leik.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst