Í gær ákvað sjávarútvegsráðherra á grundvelli tillagna Hafró að auka heildarafla íslenskra skipa á loðnu í alls 196.075 tonn á vertíðinni. Áætlað heildarverðmæti loðnuaflans
er um 17 milljarðar króna. Heildarhluti Eyjaflotans í kvótanum er um 50.000 tonn, þannig að ljóst er að mikið er í húfi.
Hlutur Ísfélagsins í loðnukvótanum er 21,5% eða um 38.000 tonn, Vinnslustöðin hefur yfir að ráða 11% sem losa 20.000 tonn og uppsjávarskipið Huginn VE er með um 1,5% eða tæp 3000 tonn. �?að er því ljóst að hagsmunir Vestmannaeyja eru miklir að aflinn náist. Ef allt væri eðlilegt væru loðnuveiðar komnar í fullan gang en allt er strand vegna sjómannaverkfallsins sem staðið hefur yfir í tvo mánuði.
Sjómenn lögðu fram sáttatillögu á mánudaginn sem háð er aðkomu ríkisstjórnarinnar en þar er ekki að sjá að nokkur áhugi sé á að deilan leysist á næstunni. SFS gerði gagntilboð sem sjómenn höfnuðu.