Lundastofninn er í lægð og í sumar voru veiðar takmarkaðar frá því sem verið hefur. Það var því mikið gleðiefni þegar pysjur tóku að leita í bæinn, fullorðnum og börnum til mikillar ánægju. Fjöldinn virðist vera svipaður og í fyrra en pysjan virðist ágætlega haldin.