Á fundi bæjarráðs sl., þriðjudag 6. júní áttu bæjarfulltrúar fund með viðræðunefnd Vestmannaeyjabæjar, um endurskoðun og endurnýjun þjónustusamnings milli bæjarins og ríkisins um rekstur Herjólfs. Samninganefndin fór yfir stöðu viðræðnanna. Gangur er í viðræðunum, en ekki er hægt að greina frá efni þeirra á meðan á viðræðum stendur.
Bæjarráð tók einnig fyrir beiðni innviðaráðuneytisins dags. 16. maí sl., um tilnefningu fulltrúa Vestmannaeyjabæjar í sérstakan starfshóp um mat á fýsileika jarðganga milli lands og Eyja, byggt á fyrirliggjandi vísindagögnum og nýjustu upplýsingum.
Bæjarráð hefur ákveðið að tilnefna Gylfa Sigfússon, framkvæmdastjóra Eimskips í Bandaríkjunum, sem fulltrúa Vestmannaeyjabæjar í starfshóp innviðaráðherra.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst