Undirbúningur Goslokahátíðar í fullum gangi
11. júní, 2014
Goslokahátíðin okkar verður að sjálfsögðu á sínum stað fyrstu helgina í júlí, þ.e 4.-6. júlí. Að venju verða fjölbreyttir viðburðir í gangi um helgina svo ungir jafnt sem þeir eldri ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Goslokalag verður kynnt fljótlega auk þess sem dagskráin verður kynnt fljótlega.
Goslokanefnd ársins 2014 hefur verið að störfum að undanförnu, en hana skipa í ár Margrét Rós Ingólfsdóttir, Kristinn Pálsson og Hjalti Enok Pálsson. Nefndin óskar eftir samstarfi við einstaklinga og/eða fyrirtæki sem áhuga hafa á að koma að hátíðinni, hvort heldur sem er með hugmyndum, ábendingum, spurningum eða öðru viðeigandi. Hægt er að hafa samband við fulltrúa goslokanefndar í síma 488-2000 eða á netfangið margret@vestmannaeyjar.is.
Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst